„Ϸær voru lífsglaðar, alltaf brosandi og hamingjusamar” segja þeirra nánustu um Mögdu Hyz og Nataliu Gabinsku, stúlkurnar tvær sem fórust í hörmulegu bílslysi á Suðurlandsvegi þann 3. ágúst 2013.
Magda sextán ára, knattspyrnuaðdáandi og Natalia, fimmtán ára framhaldsskólanemi, kynntust nýlega og urðu strax bestu vinkonur. Báðar stúlkurnar komu til Íslands í sumarfrí til að heimsækja fjölskyldur sínar.
Magda kom fyrir þremur vikum að heimsækja frænku sína og frænda. Ϸetta var fyrsta heimsókn hennar til Íslands. Hún varð strax heilluð af landinu.
Natalia Gabińska hafði aftur á móti komið hingað einu sinni áður. Hún kom til að heimsækja móður sína sem býr á Íslandi.
Á myndinni: Magda Hyz til hægri, Natalia Gabinska til vinstri. Myndin var tekin rétt áður en slysið átti sér stað.
Það er ósk fjölskyldna þeirra í Póllandi að þær verði jarðsungnar í heimalandi sínu. Flutningur sem þessi er mjög dýr, hvor fjölskylda verður að greiða um 1.200.000 kr. Þar af leiðandi óska fjölskyldur og vinir þeirra eftir fjárstuðningi til að koma þeim heim.
Til þess hefur verið opnaður sérstakur bankareikningur þar sem hægt er að leggja inn og styðja við fjölskyldurnar á þessum erfiðu tímum.
Hægt er að leggja inn á Landsbankann. Reikningsnúmer 0130 05 061895, kennitala 200579-4029.
Sorgmædd fjölskylda þakkar innilega fyrir alla hjálp, stuðning og kærleika.